Vegir Krists

- Leiðir Krists -

http://www.ways-of-christ.com/is/

Gagnaverndaryfirlýsing

Það gleður okkur að þú sýnir vefsíðunni okkar áhuga. Hér á eftir förum við yfir hvort og að hvaða magni við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum.

1. Í hvaða tilgangi og samkvæmt hvaða stoð í lögum vinnum við úr persónuupplýsingum?

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum aðeins til að eiga í samskiptum við þig. Lagastoðin er f liður 1. mgr. 6. gr. gagnaverndarreglugerðar ESB.
Þetta netverkefni er ekki í atvinnuskyni og býr því ekki yfir upplýsingum um viðskiptavini eða verslunar- eða greiðslusíðum. Við notum persónuupplýsingar heldur ekki í auglýsingaskyni eða við eða markaðs- og skoðanarannsóknir.

2. Hvaða flokkum persónuupplýsinga vinnum við úr?

Við vinnum aðeins úr þeim upplýsingum sem þú sjálfur hefur veitt okkur aðgang að. Það geta verið auk nafns, netfangs og tungumáls einnig upplýsingar um trúarskoðanir þínar, eftir innihaldi tölvupósta þinna.

3. Hvaðan koma persónuupplýsingarnar ef við fengum þær ekki frá þér?

Við vinnum aðeins úr þeim upplýsingum sem þú sjálfur hefur veitt okkur aðgang að.

4. Hvaða flokkar gagnaþega eru til staðar?

Við miðlum persónuupplýsingum þínum ekki til þriðju aðila.

5. Er flutningur til þriðja lands ráðgerður?

Flutningur til þriðja lands er ekki ráðgerður.

6. Hversu lengi eru gögnin þín geymd?

Við geymum persónuupplýsingarnar þínar (tölvupósta) svo lengi sem þær eru nauðsynlegar okkur, t.d. til að svara þér eða vinna við viðeigandi innihald, svo lengi sem þú óskar ekki áður eftir að þeim sé eytt.

7. Gagnaverndarfulltrúi

Þú nærð sambandi við gagnaverndarfulltrúa okkar í gegnum öruggt tölvupóstseyðublað. Þú getur ávallt óskað eftir upplýsingum, leiðréttingu og eyðingu samskipta þinna. 

8. Er aðgangsupplýsingum safnað við netnotkun?

Netþjónustuaðili okkar (Host provider) safnar með stöðluðum hætti eins og vani er, upplýsingum um allan aðgang að vefþjóni (Tracking til að búa til kladdaskrár) í öryggis- og tölfræðiskyni á grundvelli réttlætanlegra hagsmuna hans eða okkar (f liður 1. mgr. 6. gr. gagnaverndarreglugerðar ESB). Meðal aðgangsupplýsinga er að finna skráarnafn vefsíðunnar, sem kölluð er fram, gerð tækis, stýrikerfi notandans, vafragerð og -útgáfa, dagsetning og tími [yfirfært gagnamagn, boð um að birting síðu hafi tekist] ónafngreinanlega IP-tölu. Kladdaskrár eru geymdar af öryggisástæðum og í villuleitarskyni í að hámarki 21 dag og er síðan eytt. Önnur notkun (öflun sönnunargagna) á aðeins sér stað við öryggistilvik (t.d. árásir á vefsíður).

9. Notar vefsíðan vafrakökur?

Vefsíðurnar setja engar „vafrakökur" eða annan njósnahugbúnað á tölvuna þína og við fylgjumst ekki með þér á netinu. Við setjum ekki saman neinar persónuskrár.

Tölvuöryggi: 

Vefsíðan notar aðeins html og nokkur CSS-letursniðsfyrirmæli. Hún forðast meðvitað hluti eins og Java, Javascript eða virkar stýringar, sem margir hafa gert óvirkar í öryggisstillingum sínum. Aðeins leitarsíðan þarf á Javascript að halda („Active Scripting"). 

Þar sem við erum með upplýsingasíður en ekki sölu- eða greiðslusíður þurfa textasíðurnar ekki á dulkóðun („https") að halda. Það myndi aðeins hæga á birtingu vefsíðunnar. Https-síður eru oft einnig ekki samhæfðar eldri vöfrum. Nýlega höfum við boðið upp á samskiptaeyðublöð með https-öryggi. Í framtíðinni ætlum við okkur að bjóða upp á fleiri síður með „https" - öryggi.

Tæknilegar ábendingar um uppsetningu vefsíðna í tengslum við hindranaleysi á netinu ("Accessibility", English). 

Á aðalsíðut